Rætt um VAR - „Ég vil ekki sjá þetta“

Rætt var um myndbandadómgæslu, VAR, í þættinum Völlurinn á Síminn Sport eftir fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina þar sem farið var yfir atvik sem viðkom tækninni.

„Ég er ekkert rosalega hrifin af þessu. Mér finnst marklínutæknin frábær en er ekki mjög hlynnt VAR. Mér finnst að leikurinn eigi að fá að spilast og dómarinn fá að meta hverju sinni,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í þættinum.

„Ég vil ekki sjá þetta,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson. „Mér finnst VAR drepa spennuna. Þú skorar, hleypur og fagnar og svo allt í einu er markið dæmt af,“ sagði Bjarni, en velti því upp hvort dómarar fái meira sjálfstraust við að geta skoðað atvik aftur.

Myndbandadómgæslan er komin í ensku úrvalsdeildina.
Myndbandadómgæslan er komin í ensku úrvalsdeildina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert