Íslendingarnir mæta liðum úr C-deild

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta Sunderland.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar mæta Sunderland. AFP

Dregið var í aðra umferð enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Liðin úr úrvalsdeildinni, sem ekki eru í Evrópukeppni, koma inn í keppnina á þessu stigi. Þar á meðal eru Íslendingaliðin Burnley og Everton. 

Þau eiga það sameiginlegt að fá lið úr C-deildinni í 2. umferðinni. Gylfi Þór Sigurðsson og Everton mæta Lincoln City á útivelli. Lincoln fór upp úr D-deildinni á síðasta tímabili. 

Jóhann Berg Guðmundsson og Burnley drógust gegn Sunderland á heimavelli. Sunderland mistókst að fara upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. Ein viðureign er á milli úrvalsdeildarliða, en Newcastle og Leicester City drógust saman. 

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta Oxford úr C-deildinni. Millwall hafði betur gegn West Brom á útivelli í kvöld og lék Jón Daði allan leikinn. 

2. umferð enska deildabikarsins: 

Plymouth - Reading
Crawley - Norwich
Newport - West Ham
Oxford United - Millwall
Watford - Coventry
Swansea - Cambridge United
Cardiff - Luton
Bristol Rovers - Brighton
Crystal Palace - Colchester
Fulham - Southampton
Bournemouth - Forest Green
Southend - MK Dons
QPR - Portsmouth
Crewe - Aston Villa
Lincoln - Everton
Leeds - Stoke
Sheffield United - Blackburn
Rotherham - Sheffield Wednesday eða Bury
Newcastle - Leicester
Burton - Morecambe
Burnley Sunderland
Nottingham Forest - Derby
Grimsby - Macclesfield
Preston - Hull
Rochdale - Carlisle

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert