Sjáðu frábært mark Rashford gegn Chelsea

Fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk um síðustu helgi en deildin fór af stað á föstudaginn þegar Liverpool fékk Norwich í heimsókn. Meistaraefnin frá Liverpool og Manchester unnu bæði sannfærandi sigra en Liverpool vann Norwich 4:1 á Anfield á meðan City vann West Ham 5:0 í London.

Mohamed Salah var á skotskónum gegn Norwich og þá var Raheem Sterling einnig á skotskónum fyrir City gegn West Ham. Bæði mörkin eru á listanum yfir mörk vikunnar og þá kemst Marcus Rashford einnig á lista eftir mark sitt gegn Chelsea á Old Trafford.

Marcus Rashford fagnar marki sínu gegn Chelsea á Old Trafford.
Marcus Rashford fagnar marki sínu gegn Chelsea á Old Trafford. AFP
mbl.is