Stórmótin haft mikil áhrif á meiðslasöguna með Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Southampton um síðustu …
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki sínu gegn Southampton um síðustu helgi. AFP

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson telur að það muni taka leikmenn smátíma að venjast nýrri myndbandsdómsgælu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð. Jóhann var á skotskónum með Burnley um síðustu helgi þegar liðið vann 3:0-heimasigur gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor í Burnley en Jóhann viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði orðið ansi vandræðalegt fyrir sig ef markið hefði ekki fengið að standa enda fagnaði Íslendingurinn eins og óður maður.

„Þetta var frábær byrjun hjá okkur og það er alltaf ákveðin spenna í manni þegar nýtt tímabil hefst. Þetta er aðeins öðruvísi byrjun en síðasta sumar þegar við tókum þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem við vorum búnir að spila nokkra alvöruleiki áður en tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hófst. Við mættum mjög tilbúnir til leiks og fyrstu leikirnir eru alltaf ákveðin prófraun á það hvar við stöndum sem lið en það gefur augaleið að menn voru mjög jákvæðir eftir að leik lauk.“

Mikilvægt að byrja vel

Tímabilið 2016-17 kom Burnley mjög á óvart og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar og tryggði sér um leið Evrópusæti. Á síðustu leiktíð fór liðið hins vegar illa af stað og var liðið í bullandi fallbaráttu allt tímabilið en endaði að lokum í fimmtánda sæti deildarinnar.

„Það var mikið álag á mönnum á síðustu leiktíð og hópurinn kannski höndlaði það ekki nægilega vel. Við enduðum í sjöunda sæti tímabilið 2017-18, sem var ótrúlegur árangur, og kannski fóru menn að slaka aðeins á og halda að þeir væru betri en þeir voru eftir gott gengi. Grunnatriðin voru einfaldlega ekki nógu góð og byrjunin á síðasta tímabili var þess vegna mjög lærdómsríkur kafli fyrir okkur. Við hrukkum í gang seinni hluta síðasta tímabils, sem var of seint, og þess vegna var mjög mikilvægt fyrir okkur að fara vel af stað á þessari leiktíð sem við og gerðum. Þetta er auðvitað bara einn leikur en við áttum mjög gott undirbúningstímabil sem var að sama skapi mjög erfitt og menn eru því í frábæru formi. Þetta hefur verið sami leikmannakjarni hjá liðinu undanfarin ár og við höfum ekki bætt við okkur mörgum nýjum leikmönnum í gegnum árin. Við höfum ekki heldur misst marga þannig að við erum auðvitað farnir að þekkja hver annan mjög vel. Mér finnst líka meira hungur í leikmannahópnum núna en á síðustu leiktíð og menn vilja gera betur en síðast. Það sást í þessum fyrsta leik en að sama skapi erum við ekki að missa okkur í gleðinni yfir þessum úrslitum. Þetta var bara fyrsti leikur í deildinni gegn Southampton á heimavelli sem við teljum okkur eiga að vinna en við eigum erfiðari leiki eftir en þetta, það er alveg á hreinu. Við höfum ekki sett okkur neitt sérstakt markmið sem lið fyrir tímabilið en við förum að sjálfsögðu inn í hvern einasta leik til þess að vinna hann og teljum okkur vera með gott lið. Við vitum það hins vegar að enska úrvalsdeildin er gríðarlega erfið og það er ekkert grín að halda sér í þessari deild þótt okkur hafi tekist það á undanförnum árum. Við erum með stærri markmið en að halda okkur í deildinni, það er alveg klárt, því við teljum okkur betri en það, en fyrsta markmið liðsins er að halda sér í deildinni. Persónulega tel ég okkur vel geta verið um miðja deild eða í efri hluta hennar.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »