Ekki sama lið og á síðustu leiktíð

Liverpool lagði Chelsea í Meistarakeppni UEFA í vikunni en þrátt …
Liverpool lagði Chelsea í Meistarakeppni UEFA í vikunni en þrátt fyrir það hafa menn áhyggjur af liðinu. AFP

Graeme Souness, fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af sínu fyrrverandi félagi. Liverpool lagði enska úrvalsdeildarliðið Chelsea í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni UEFA í Istanbúl í vikunni. Spilamennska Liverpool-liðsins heillaði Souness lítið og þá telur hann að margir leikmenn liðsins séu ekki í formi.

„Það var svakalegt að fylgjast með of mörgum leikmönnum liðsins í leiknum, sérstaklega miðjumönnunum,“ sagði Souness í samtali við enska fjölmiðla. „N'Golo Kanté labbaði nokkrum sinnum fram hjá Fabinho í leiknum og það var oft og tíðum vandræðalegt að fylgjast með varnartilburðum brassans.“

„Þetta var ekki Liverpool-liðið sem maður er vanur að sjá. Þeir voru langt frá sínu besta í þessum leik og liðið minnti ekkert á liðið sem maður dáðist að á síðustu leiktíð. Það kom mér líka á óvart hversu þreyttir leikmenn Liverpool-liðsins virkuðu, sérstaklega þar sem að þeir fengu mun lengri hvíld en leikmenn Chelsea sem spiluðu á sunnudaginn,“ sagði Souness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert