Sánchez gæti enn farið frá United

Alexis Sánchez.
Alexis Sánchez. AFP

Knattspyrnumaðurinn Alexis Sánchez gæti enn verið á förum frá Manchester United, þrátt fyrir að Ole Gunn­ar Solskjær, knatt­spyrn­u­stjóri liðsins, hafi gefið annað í skyn í gær.

Nýjustu fréttir herma að ítalska félagið Inter vilji kaupa Sílemanninn en belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku gekk til liðs við Inter frá United nýlega. Það er Sky Sports á Ítalíu sem segir félagið nú ætla reyna við Sánchez þrátt fyrir ummæli Solskjær í gær. Þá hefur Roma verið sagt vilja fá hann að láni.

„Hann hef­ur ekki verið sett­ur í varaliðið, að sjálf­sögðu ekki. Al­ex­is er mik­ill at­vinnumaður og vill vera hluti af mínu liði. Við erum ekki með marga sókn­ar­menn í liðinu og hann mun ör­ugg­lega spila mun meira en þið mynduð halda. Við bú­umst við því að hann standi sig vel. Hann er að æfa af krafti og ger­ir mikið auka­lega og hann mun smátt og smátt kom­ast í betra form,“ sagði Norðmaðurinn, en Sán­hcez hef­ur verið að glíma við meiðsli í sum­ar.

mbl.is