Lampard bíður enn eftir fyrsta sigrinum

Hamza Choudhury og N'Golo Kanté eigast við í dag.
Hamza Choudhury og N'Golo Kanté eigast við í dag. AFP

Frank Lampard þarf að bíða lengur eftir fyrsta sigri sínum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir að liðið gerði 1:1-jafntefli við Leicester í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Chelsea byrjaði af miklum krafti og skapaði sér nokkur góð færi í byrjun leiks. Sú byrjun skilaði fyrsta marki leiksins því Mason Mount stal boltanum af Wilfried Ndidi fyrir utan teigs Leicester og skilaði honum í netið. 

Eftir markið slakaði Chelsea töluvert á, en staðan í hálfleik var samt sem áður 1:0. Leicester hélt áfram að sækja í seinni hálfleik og það kom lítið á óvart þegar Ndidi jafnaði með einföldum skalla af stuttu færi eftir horn. 

Bæði lið fengu ágæt færi til að skora sigurmarkið, en það tókst ekki og skiptu liðin því með sér stigunum. Chelsea er með eitt stig og Leicester tvö. 

Chelsea 1:1 Leicester opna loka
90. mín. Tammy Abraham (Chelsea) á skot framhjá Leikur á varnarmann og skýtur svo rosalega hátt yfir. Algjörlega misheppnað skot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert