Mörkin og atvikin úr leikjum dagsins

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Chelsea bíður enn eftir fyrsta sigrinum á leiktíðinni á meðan nýliðar Sheffield United gátu fagnað.

Chelsea fékk Leicester í heimsókn þar sem Mason Mount kom liðinu yfir, en Wilfred Ndidi jafnaði fyrir Leicester eftir hlé. Frank Lampard, sem tók við Chelsea-liðinu í sumar, varð þar með fyrsti knattspyrnustjóri þess í 12 ár til þess að vinna ekki fyrsta deildarleik á heimavelli. Mörkin og atvikin úr leiknum má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.

Nýliðar Sheffield United tóku hins vegar á móti Crystal Palace og þar var það John Lundstram sem skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri. Það, og helstu atvikin úr leiknum, má sjá hér að neðan.

Christian Fuchs eltir Pedro í dag.
Christian Fuchs eltir Pedro í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert