„Ederson er hættur að spila sem markvörður“

Eiður Smári Guðjohnsen, Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu Ederson, markvörð Manchester City, á Vellinum á Síminn Sport í gærkvöld en Brasilíumaðurinn spilar ansi framarlega undir stjórn Pep Guardiola.

„Það eru ástæður fyrir að hann [Guardiola] vildi akkúrat þennan markmann,“ sagði Eiður Smári. „Þeir keyptu ekki bara einhvern markmann, heldur markmann sem kann að spila fótbolta. Hann byrjar flestar sóknirnar og er sallarólegur.“

Myndskeiðið af umræðunni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Ederson hefur spilað vel fyrir Manchester CIty.
Ederson hefur spilað vel fyrir Manchester CIty. AFP
mbl.is