Pukki slær í gegn á meðal þeirra bestu

Teemu Pukki gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn …
Teemu Pukki gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Newcastle um helgina. Ljósmynd/Norwich

Það að Englandsmeistarinn Raheem Sterling sé búinn að skora fjögur mörk fyrir Manchester City í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu telst harla gott, en vekur þó minni athygli en það að Finninn Teemu Pukki hefur gert slíkt hið sama fyrir nýliða Norwich.

Pukki kom á frjálsri sölu frá Bröndby í Danmörku fyrir rúmu ári. Á fyrsta tímabili sínu í Englandi skoraði Pukki 29 mörk og var valinn leikmaður ársins í B-deildinni þegar Norwich tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu á ný. Pukki hefur nú haldið uppteknum hætti í úrvalsdeildinni og skoraði þrennu þegar nýliðarnir fóru illa með Newcastle um helgina, 3:1, í fyrsta heimaleik frá endurkomu Norwich í úrvalsdeild.

Það er þó ekki bara hjá Newcastle sem hlutirnir eru ekki að ganga, því Frank Lampard er ekki að byrja sem skyldi sem stjóri Chelsea. 1:1 jafntefli við Leicester í gær þýðir að Lampard er fyrsti stjóri Chelsea í 12 ár sem nær ekki að vinna fyrsta heimaleik sinn. Á meðan eru það Liverpool og Arsenal sem eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, en Manchester United getur afrekað slíkt hið sama með sigri á Wolves í lokaleik umferðarinnar í kvöld.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »