Skilur ekkert í verðmiðanum á Maguire

Harry Maguire og Portúgalinn Diogo Jota mætast í Wolves í …
Harry Maguire og Portúgalinn Diogo Jota mætast í Wolves í kvöld. AFP

Diogo Jota, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Wolves, viðurkennir að hann skilji lítið í verðmiðanum á Harry Maguire, varnarmanni Manchester United, en liðin mætast á Molineux-vellinum í Wolverhampton í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. United byrjaði tímabilið á Englandi á heimasigri gegn Chelsea á meðan Wolves gerði markalaust jafntefli við Leicester á útivelli.

„Það er erfitt að átta sig á þessari upphæð sem United borgaði fyrir Maguire,“ sagði Jota í samtali við enska fjölmiðla. „Markaðurinn er orðinn eins óraunverulegur og hann verður en þetta fylgir breyttu landslagi í fótboltanum og það er lítið sem við leikmenn getum gert í þessu. Við þurfum bara að vera virðingu fyrir peningunum sem fylgja fótboltanum.“

„Ég geri mér grein fyrir því að Harry Maguire er mjög góður leikmaður en að sama skapi eru líka frábærir leikmenn í liði Wolves. Það er mikil samheldni í liðinu og ég treysti öllum leikmönnum Wolves fullkomlega og myndi ekki vilja skipta þeim út fyrir neinn,“ sagði Jota enn fremur. 

mbl.is