Vítaklúður Pogba kostaði United sigur

Paul Pogba í baráttunni í kvöld.
Paul Pogba í baráttunni í kvöld. AFP

Manchester United tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld er liðið gerði 1:1-jafntefli við Wolves á útivelli í lokaleik 2. umferðarinnar í kvöld. 

United var með 1:0-forskot í hálfleik eftir að Anthony Martial kláraði glæsilega í teignum eftir sendingu Marcus Rashford. Fyrir utan markið gerðist sárafátt í hálfleiknum. 

Leikurinn lifnaði hins vegar við í seinni hálfleik og eftir aðeins tíu mínútur í hálfleiknum jafnaði Ruben Neves með glæsilegu skoti í slánna og inn utan teigs. 

United fékk gullið tækifæri til að komast aftur yfir á 68. mínútu er Paul Pogba náði í víti. Hann tók spyrnuna sjálfur en Rui Patrício í marki Wolves varði glæsilega. 

Bæði lið fengu góð tækifæri til að skora sigurmarkið eftir það. Luke Shaw fékk m.a gott skotfæri í blálokin en hann skaut beint á Patricio og þar við sat. 

United er i fjórða sæti með fjögur stig og Wolves er í 13. sæti með tvö stig. 

Wolves 1:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið Liðin skipta með sér stigunum.
mbl.is