Rekinn frá Villa vegna eineltis

Kevin MacDonald.
Kevin MacDonald. Ljósmynd/Aston Villa

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur rekið Kevin MacDonald, þjálfara unglingaliðs félagsins, eftir rannsókn í kjölfar kvartana leikmanna vegna eineltis. 

Villa gaf frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið bað þá leikmenn sem urðu fyrir einelti hjá MacDonald afsökunar. Meðan á rannsókninni stóð var MacDonald sendur í tímabundið leyfi, en honum hefur nú verið sagt upp störfum. 

Gareth Farrely, sem lék með Aston Villa frá 1992 til 1997, sagði í viðtali við Guardian að MacDonald hefði lagt hann í andlegt og líkamlegt einelti. Í kjölfarið stigu fleiri leikmenn fram og sögðu sömu sögu um Skotann. 

MacDonald lék m.a. með Leicester, Liverpool og Rangers á leikmannaferli sínum áður en hann fór út í þjálfun. Hann kom fyrst til Aston Villa árið 1995 og var hjá félaginu til dagsins í dag, fyrir utan eitt ár þegar sem hann var knattspyrnustjóri Swindon. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert