Sturridge til Trabzonspor?

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. AFP

Englendingurinn Daniel Sturridge er að leita sér að nýju félagi en hann lenti í Tyrklandi í morgun sem þykir renna stoðum undir þær fréttir að hann muni ganga til liðs við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Trabzonspor. 

Samkvæmt Eurosport mun Sturridge gera tveggja ára samning við tyrkneska félagið. Fleiri lið höfðu áhuga á Sturridge sem hefur glímt við meiðsli síðustu árin. Talið er að Atalanta á Ítalíu, Eintracht Frankfurt í Þýskalandi og Marseille í Frakklandi hafi sýnt sóknarmanninum áhuga. 

Sturridge var komið frá flugvellinum í flýti en myndir af honum birtust á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlamönnum tókst því ekki að forvitnast um fyrirætlanir hans. 

mbl.is