Emery vill losna við Mustafi og Elneny

Shkodran Mustafi.
Shkodran Mustafi. AFP

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, vill losna við miðvörðinn Shkodran Mustafi og miðjumanninn Mohamed Elneny. Hann hvatti leikmennina til að yfirgefa félagið á blaðamannafundi í dag. 

Hvorugur þeirra hefur verið í leikmannahópi Arsenal á leiktíðinni og hefur Emery ekki not fyrir þá. „Mustafi og Elneny vita hver staðan þeirra er. Ég vil að leikmennirnir mínir séu ánægðir og þegar Mustafi og Elneny spiluðu ekki á síðustu leiktíð voru þeir ekki ánægðir,“ sagði Emery. 

„Það væri best fyrir þá að yfirgefa félagið. Þeir munu ekki fá að spila mikið. Við berum virðingu fyrir þeim og þeir æfa með okkur, en ég vil það sem er best fyrir þá og það væri best ef þeir færu,“ bætti Spánverjinn við. 

mbl.is