Vilja að Anfield rúmi fleiri en 60.000

Frá leik Liverpool og Norwich á Anfield.
Frá leik Liverpool og Norwich á Anfield. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool staðfesti í dag að félagið hyggst stækka heimavöll sinn, Anfield Road, svo hann rúmi meira en 60.000 áhorfendur. 

Félagið hafði áður hug á að stækka völlinn til að rúma 58.000 áhorfendur, í stað 54.074 eins og nú er. Eftir frekari umhugsun ætla forráðamenn félagsins að stækka völlinn enn frekar, svo rúmlega 60.000 áhorfendur komist fyrir.

Færri komast að en vilja á heimaleiki Liverpool, enda gengi liðsins gríðarlega gott eftir að Jürgen Klopp tók við liðinu og áhuginn sjaldan verið meiri. 

Ætlar félagið að stækka Anfield Road end, stúkuna fyrir aftan annað markið. Hún er beint á móti hinni frægu Kop-stúku. Anfield Road end tekur sem stendur 10.000 áhorfendur og er minnsta stúkan á leikvanginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert