Fær ríflega launahækkun

Virgil van Dijk er að tvöfaldast í launum hjá Liverpool …
Virgil van Dijk er að tvöfaldast í launum hjá Liverpool samkvæmt nýjustu fréttum. AFP

Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, er nú í viðræðum við enska knattspyrnufélagið um nýjan samning en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Van Dijk gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í janúar 2018 en hann þénar 125.000 pund á viku hjá félaginu.

Núverandi samningur van Dijk gildir til ársins 2023 en enskir fjölmiðlar greina frá því að hann sé nú í viðræðum um nýjan fimm ára samning sem færir honum 250.000 pund á viku. Það myndi gera miðvörðinn öfluga að einum launahæsta leikmanni Liverpool.

Van Dijk hefur umbylt varnarleik Liverpool frá því hann kom til félagsins frá Southampton. Liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, stigi á eftir Manchester City, og þá varð liðið Evrópumeistari eftir sigur á Tottenham í úrslitaleik í Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert