Inter í viðræðum við United

Manchester United vill losna við Alexis Sánchez áður en félagaskiptaglugganum …
Manchester United vill losna við Alexis Sánchez áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó er nú í viðræðum við Manchester United um Alexis Sánchez, sóknarmann liðsins, en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Inter hefur haft augastað á Sánchez í allt sumar en laun leikmannsins hafa verið ákveðið vandamál fyrir bæði lið.

Sánchez er að þéna í kringum 500.000 pund á viku hjá Manchester United en það er upphæð sem ítalska félagið ræður ekki við. Sánchez kom til Manchester United frá Arsenal í janúar 2018 en hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í upphafi og hann á ekki fast sæti í liði United í dag.

Antonio Conte tók við stjórnartaumunum hjá ítalska liðinu í sumar og hann vill ólmur fá Sánchez til félagsins. Conte hefur nú þegar fengið Romelu Lukaku frá United í sumar og vill bæta Sánchez við en ef Sílemaðurinn færi til Ítalíu myndi hann skrifa undir lánssamning við Inter. Þá myndu Inter og United skipta launakostnaði leikmannsins á milli sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert