Skrifaði undir langtímasamning

Alex Oxlade-Chamberlain hefur framlengt samning sinn við Liverpool.
Alex Oxlade-Chamberlain hefur framlengt samning sinn við Liverpool. AFP

Knattspyrnumaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain hefur skrifað undir langtímasamning við Liverpool en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Samningurinn gildir til ársins 2023 og verður Oxlade-Chamberlain því hjá félaginu næstu fjögur árin í það minnsta.

Fyrrverandi samningur hans við Liverpool var til ársins 2021 en hann kom til Liverpool frá Arsenal sumarið 2017. Hann fór mjög vel af stað með Liverpool en í maí 2018 sleit hann krossbönd og missti því af síðasta keppnistímabili.

Hann er hins vegar kominn á fullt með Liverpool á nýjan leik en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur miklar mætur á leikmanninum og sér hann sem framtíðarleikmann hjá liðinu. Oxlade-Chamberlain er 26 ára gamall en hann er uppalinn hjá Southampton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert