Stærsti samningur í sögu úrvalsdeildarinnar

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool mun skrifa undir samning við íþróttavöruframleiðandann Nike á allra næstu dögum en það er Forbes sem greinir frá þessu. Liverpool er sem stendur með samning við New Balance en sá samningur rennur út í lok tímabilsins. Liverpool þénar 45 milljónir punda á ári fyrir samning sinn við New Balance.

Ekki hefur enn þá verið gefið upp hversu stór samningurinn milli Nike og Liverpool yrði en Forbes greinir frá því að hann yrði sá stærsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United er með samning við íþróttavöruframleiðandann Adidas sem færir félaginu 75 milljónir punda á ári.

Samingur Liverpool við Nike yrði stærri en núverandi samningur United og Adidas en stærsti samningur í heimi á milli íþróttavöruframleiðanda og íþróttafélags er samningur spænska stórliðsins Barcelona við Nike sem færir Spánarmeisturunum 100 milljónir punda á ári.

mbl.is