Dramatíkin á Old Trafford (myndskeið)

Crystal Palace vann 2:1-sigur á Manchester United í svakalegum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hollenski bakvörðurinn Patrick van Aanholt skoraði sigurmark Palace í uppbótartíma. 

Jordan Ayew kom Palace yfir í fyrri hálfleik, áður en Daniel James jafnaði fyrir United á 89. mínútu. Aanholt átti hinsvegar lokaorðið á þriðju mínútu uppbótartímans. 

Hér að ofan má sjá svipmyndir úr leiknum, en hann var í beinni útsendingu á mbl.is. 

Patrick van Aanholt og Daniel James voru báðir á skotskónum …
Patrick van Aanholt og Daniel James voru báðir á skotskónum í dag. AFP
mbl.is