Leikurinn á Old Trafford í beinni á mbl.is

Ole Gunnar Solskjær og Victor Lindelöf fá Crystal Palace í …
Ole Gunnar Solskjær og Victor Lindelöf fá Crystal Palace í heimsókn á Old Trafford í dag. AFP

Manchester United tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag en leiknum lauk með 2:1-sigri Crystal Palace.

Þetta var fyrsti sigur Crystal Palace á leiktíðinni en liðið er með fjögur stig í tíunda sæti deildarinnar, líkt og Manchester United, sem er í fimmta sætinu.

Hægt var að horfa á leikinn í beinni útsendingu á mbl.is/sport/enski en á laugardögum í vetur verða beinar útsendingar frá laugardsleik í ensku boltanum í hverri umferð.

mbl.is