Liverpool sannfærandi gegn Arsenal

Mo Salah skorar annað markið sitt.
Mo Salah skorar annað markið sitt. AFP

Liverpool vann sannfærandi 3:1-sigur á Arsenal í stórleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Liverpool er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir á meðan Arsenal var að tapa sínum fyrstu stigum. 

Joel Matip kom Liverpool á bragðið með skalla eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold á 41. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Það tók Liverpool aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik til að bæta í forskotið. Mo Salah skoraði úr víti á 39. mínútu eftir að David Luiz togaði í treyjuna hans innan teigs. 

Salah var svo aftur á ferðinni níu mínútum síðar. Hann fékk þá boltann nálægt miðlínunni, fór illa með Luiz og stakk Nacho Monreal áður en hann lagði boltann í bláhornið fjær. Varamaðurinn Lucas Torreira minnkaði muninn fyrir Arsenal á 85. mínútu en nær komust Arsenal-menn ekki. 

Liverpool 3:1 Arsenal opna loka
90. mín. Virgil van Dijk (Liverpool) fær gult spjald Fjórum mínútum bætt við. Hollendingurinn fær svo spjald fyrir að slá boltann tæplega 30 metrum frá eigin marki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert