Fara Tottenham og City upp fyrir Arsenal?

Tottenham og Manchester City eru í eldlínunni í dag.
Tottenham og Manchester City eru í eldlínunni í dag. AFP

Þrír leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liverpool er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og því í toppsætinu. Tottenham og Manchester City geta hins vegar farið upp í sjö stig og upp í annað og þriðja sæti. 

Manchester City heimsækir Bournemouth í fyrsta leik dagsins kl. 13. Bournemouth hefur farið ágætlega af stað og unnið einn leik og gert eitt jafntefli, líkt og Manchester City, en Bournemouth hefur mætt nýliðum Sheffield United og Aston Villa til þessa. Leikurinn við City ætti að vera töluvert erfiðari. 

Manchester City vann West Ham sannfærandi í fyrsta leik en gerði svo 2:2-jafntefli við Tottenham í 2. umferðinni. Tottenham vann Aston Villa í 1. umferðinni og getur farið upp í sjö stig með sigri á Newcastle sem er án stiga eftir þrjá leiki.

Leikur Tottenham og Newcastle hefst kl. 15:30, eins og leikur Wolves og Burnley. Wolves er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina og Burnley með þrjú stig. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Burnley í 3:0-sigri á Southampton í 1. umferðinni. 

Leikir dagsins í enska boltanum: 

13:30 Bournemouth - Manchester City 
15:30 Tottenham - Newcastle
15:30 Wolves - Burnley

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert