Liverpool keyrði yfir Arsenal (myndskeið)

Liverpool vann sannfærandi 3:1-sigur á Arsenal í stórleik 3. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær.

Joel Matip kom Liverpool á bragðið, áður en Mo Salah bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Lucas Torreira minnkaði muninn fyrir Arsenal í lokin og þar við sat. 

Liverpool er eina liðið í deildinni sem er með fullt hús stiga og má sjá svipmyndir af góðri frammistöðu liðsins í spilaranum hér fyrir ofan. 

Mo Salah skoraði tvö mörk.
Mo Salah skoraði tvö mörk. AFP
mbl.is