Manchester City upp í annað sætið

Sergio Agüero skoraði tvö.
Sergio Agüero skoraði tvö. AFP

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3:1-sigur á Bournemouth á útivelli í fyrsta leik dagsins. 

Sergio Agüero kom Manchester City yfir á 15. mínútu með skoti úr teignum eftir að misheppnað skot Kevin De Bruyne breyttist í stoðsendingu. Raheem Sterling bætti við öðru marki City á 43. mínútu eftir sendingu David Silva, örfáum sekúndum eftir að Adam Smith hafi klikkað á dauðafæri hinum megin. 

Bournemouth lagði ekki árar í bát og Harry Wilson minnkaði muninn í 2:1 í uppbótartíma í fyrri hálfleik með stórskotlegu marki beint úr aukaspyrnu. Bournemouth fékk einhver færi til að jafna metin í seinni hálfleik, en það voru gestirnir frá Manchester sem áttu lokaorðið. 

Sergio Agüero bætti við öðru marki sínu á 64. mínútu eftir að David Silva sótti inn í teiginn og boltinn datt þægilega fyrir argentínska markahrókinn. City er nú með sjö stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Bournemouth er í tíunda sæti með fjögur stig. 

Bournemouth 1:3 Man. City opna loka
90. mín. Nicolás Otamendi (Man. City) fær gult spjald Tæklaði Josh King hressilega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert