Markið sem sökkti Tottenham (myndskeið)

Brasilíski framherjinn Joelinton opnaði markareikning sinn fyrir Newcastle þegar hann tryggði liðinu 1:0-sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Lundúnum í dag.

Markið kom um miðjan fyrri hálfleik eftir glæsilega sendingu Christian Atsu, en þetta voru fyrstu stig Newcastle á leiktíðinni. Tottenham er aftur á móti með fjögur stig eftir sigur á Aston Villa og jafntefli við Manchester City.

Þrátt fyrir að Tottenham hafi verið næstum 70% með boltann í leiknum náði liðið ekki að ógna mikið. Liðið náði fjórum skotum á markið en átti annars í vandræðum með vörn gestanna, sem skoruðu markið örlagaríka sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Tottenham-mennirnir Son Heung-Min og Lucas Moura svekktir með fagnandi Newcastle-mönnum.
Tottenham-mennirnir Son Heung-Min og Lucas Moura svekktir með fagnandi Newcastle-mönnum. AFP
mbl.is