Monreal að yfirgefa Arsenal

Nacho Monreal hefur væntanlega leikið sinn siðasta leik með Arsenal.
Nacho Monreal hefur væntanlega leikið sinn siðasta leik með Arsenal. AFP

Spænski bakvörðurinn Nacho Monreal er að ganga í raðir Real Sociedad í heimalandinu frá Arsenal. Mun Monreal skrifa undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. Marca greinir frá. 

Monreal er búinn að vera fyrsti kostur í vinstri bakvarðarstöðuna síðan Unai Emery tók við stjórn Arsenal, en koma Kieran Tierney þýðir að Monreal færist aftar í goggunarröðina. Sead Kolasinac er einnig kostur í stöðuna. 

Monreal var í byrjunarliði Arsenal gegn Liverpool í gær og var það að öllum líkindum síðasti leikur hans fyrir Arsenal.

Bakvörðurinn hóf ferilinn hjá Osasuna, áður en hann fór til Malaga og þaðan til Arsenal, þar sem hann hefur verið í sjö ár. 

mbl.is