„Þetta á að vera bannað börnum“ (myndskeið)

Liverpool er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og það fer ekki fram hjá sérfræðingunum á Vellinum á Síminn Sport.

Liverpool vann 3:1-sigur á Arsenal um helgina. Arsenal kom á óvart með uppstillingunni sinni en það kom ekki að sök hjá Liverpool. Eftir að hafa sýnt fyrstu tvö mörkin sem Joel Matip og Mohamed Salah skoruðu fyrir Liverpool var komið að þriðja markinu.

Þar var Salah einnig að verki eftir hreint frábæran sprett sem heillaði Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmann Vallarins, heldur betur upp úr skónum.

„Þetta á eiginlega að vera bannað börnum. Þetta er rosalegt. Þetta er ekkert eðlilegt. Svo er hann að rekja boltann áfram. Þú hleypur hraðar án bolta heldur en með bolta, þetta meikar engan sens sem við erum að horfa á,“ sagði Tómas Þór um markið hjá Salah.

Öll mörkin úr leiknum og umræðuna á Vellinum má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði hér að ofan.

Mohamed Salah fagnar glæsilegu marki sínu gegn Arsenal.
Mohamed Salah fagnar glæsilegu marki sínu gegn Arsenal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert