Matic ekki sammála Solskjær

Nemanja Matic í leik með Manchester United.
Nemanja Matic í leik með Manchester United. AFP

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic er ekki sáttur við stöðu sína hjá Manchester United en hann hefur aðeins komið við sögu í 22 mínútur í fjórum leikjum Manchester-liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Matic hefur tjáð Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, óánægju sína en segist ekki hafa lent í neinu orðaskaki við hann eins og sumir fjölmiðlar hafa haldið fram. Matic var ónotaður varamaður í fyrstu þremur leikjum United í deildinni en lék síðustu 22 mínúturnar í leiknum gegn Southampton um síðustu helgi.

„Ég legg eins hart að mér og ég get. Ég virði ákvörðun stjórans og það er mitt að sýna honum að hann hafi haft rangt fyrir sér og að hann komi mér aftur þangað sem ég á heima. Þetta er ekkert vandamál. Ég sagði honum að ég væri ekki sammála ákvörðun hans gagnvart mér.

Ég er búinn að vera lengi í fótbolta og á síðustu tíu árum hef ég spilað næstu alla leiki hjá þeim liðum sem ég hef verið í. Það er krafa hjá félagi eins og Manchester United að berjast um titilinn og það tekst ekki þá ber stjórinn ábyrgðina,“ sagði Matic við fréttamenn en hann er í landsliðshópi Serba sem mætir Evrópumeisturum Portúgals í undankeppni EM á laugardaginn.

Matic er 31 árs gamall og kom til Manchester United frá Chelsea fyrir tveimur árum.

mbl.is