Brottreksturinn kom á óvart

Javi Gracia.
Javi Gracia. AFP

Javi Gracia fékk reisupassann frá enska úrvalsdeildarfélaginu Watford á laugardaginn, þrátt fyrir að aðeins fjórar umferðir séu búnar af tímabilinu og þá staðreynd að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við félagið í nóvember á síðasta ári. 

Spánverjinn hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir undrun sinni á ákvörðuninni. Watford er aðeins með eitt stig og einn sigurleik í síðustu tíu leikjum, ef síðustu leikir síðasta tímabils eru taldir með. 

„Ég bjóst ekki við að samningi mínum yrði rift eftir aðeins fjóra leiki. Þetta kom mér mjög á óvart eftir gott síðasta tímabil. Ég er hins vegar þakklátur fyrir þetta tækifæri til að stýra glæsilegu félagi í ensku úrvalsdeildinni, ég naut þess mjög,“ segir í yfirlýsingunni sem Gracia sendi frá sér. 

Örfáum mínútum eftir að Watford staðfesti brottrekstur Gracia var Spánverjinn Quique Sánchez Flores ráðinn, en hann var stjóri liðsins tímabilið 2015/16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert