James með laglegt sigurmark (myndskeið)

Daniel James í leik með Walesverjum.
Daniel James í leik með Walesverjum. AFP

Daniel James, leikmaður Manchester United, sá um að tryggja Walesverjum sigur gegn Hvít-Rússum í vináttulandsleik þjóðanna á Cardiff Stadium í kvöld.

James skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu. Hann fékk boltann rétt utan vítateigs og skoraði með laglegu skoti eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

James, sem er 21 árs gamall, kom til Manchester United frá Swansea í sumar. Hann hefur verið ljósið í myrkrinu hjá United á þessu tímabili en hann hefur skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum umferðunum í ensku úrvalsdeildinni.

mbl.is