Einn sá efnilegasti semur við Arsenal

Joe Willock í lið gegn Liverpool.
Joe Willock í lið gegn Liverpool. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal og Joe Willock, einn efnilegasti leikmaður félagsins, komust í dag að samkomulagi um nýjan langtímasamning. Ekki hefur verið gefið út nákvæmlega hve langur samningurinn er, en Willock hækkar töluvert í launum. 

Willock hefur farið vel af stað á leiktíðinni með Arsenal og verið í byrjunarliðinu í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Hann hefur alls spilað 20 leiki með Arsenal í öllum keppnum. Willock hefur verið hjá félaginu allan sinn feril. 

„Joe hefur bætt sig mikið á einu ári. Hann er mjög sterkur og sjálfstraustið geislar af honum. Ég hlakka til að vinna áfram með honum og sjá hann bæta sig enn frekar," sagði Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.

mbl.is