Lét áhuga United hafa áhrif á sig

Sean Longstaff í leik gegn Arsenal.
Sean Longstaff í leik gegn Arsenal. AFP

Sean Longstaff, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að áhuginn sem Manchester United sýndi honum í sumar hafi haft áhrif á sig. United og Newcastle ræddu saman um kaup Manchester-félagsins á Longstaff í sumar, en að lokum tókst félögunum ekki að semja um kaupverð. 

Newcastle vildi 50 milljónir punda fyrir Longstaff, sem Manchester United var ekki reiðubúið að greiða. „Það getur gerst að orðrómur hafi áhrif á þig og í sumar gerðist það hjá mér. Það er erfitt að bregðast ekki við þegar þú sérð andlitið þitt á forsíðum dagblaða,“ sagði Longstaff í samtali við sjónvarpsstöð Newcastle. 

„Dagblöðin voru ekki að tala um einhverja litla hluti heldur var verið að skrifa um það sem getur breytt lífi þínu. Það getur haft mikil áhrif á þig, en ég reyndi að nota það sem hvatningu,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert