Rooney spáir því að Kane bæti markametið

Harry Kane fagnar marki sínu gegn Kósóvó í fyrrakvöld.
Harry Kane fagnar marki sínu gegn Kósóvó í fyrrakvöld. AFP

Wayne Rooney spáir því að Harry Kane muni bæta markamet hans með enska landsliðinu í knattspyrnu á næstu tveimur til þremur árum.

Kane skoraði sitt 26. landsliðsmark í 5:3-sigri Englendinga gegn Kósóvum í undankeppni EM á St. Marys í fyrrakvöld eftir að hafa skorað þrennu. Rooney skoraði 53 mörk á ferli sínum með enska landsliðinu og náði að bæta markamet sir Bobbys Charltons sem skoraði 49 mörk.

„Ég held ekki að metið standi í 50 ár eins og hjá Bobby Charlton. Ég held að Kane geti mögulega bætt það á næstu tveimur eða þremur árum. Hann er frábær markaskorari og árangur hans með enska landsliðinu er frábær,“ segir Rooney en Kane, sem er 26 ára gamall, hefur skorað mörkin 26 í 81 leik en Rooney skoraði sín 53 mörk í 120 leikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina