Wenger hefur ekki trú á United

Manchester United hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni.
Manchester United hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni. AFP

Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, hefur ekki trú á að Manchester United geti orðið Englandsmeistari í ár. Hann er óviss hvort núverandi leikmenn liðsins séu þeir réttu til að koma Manchester United aftur á stall með bestu liðum Englands. 

United hefur aðeins unnið einn leik í fjórum fyrstu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni. Wenger sér möguleika hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, en eitthvað gangi ekki upp. 

„Þegar þú horfir á Manchester United sérðu að það eru möguleikar til staðar. Einhverra hluta vegna gengur það ekki upp. Kannski eru leikmennirnir ekki nægilega þroskaðir til að spila fyrir félag eins og Manchester United.

Þeir eiga ekki möguleika á að verða meistarar núna. Ég horfi á leikmennina sem spila fyrir liðið og hugsa hvort þeir geti gert það sama og Ryan Giggs, Paul Scholes og David Beckham gerðu ár eftir ár? Ég sé það ekki gerast,“ sagði Wenber við BeIN Sports. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert