Abraham skoraði þrennu og sjálfsmark

Fimm leikjum var að ljúka í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu rétt í þessu en Manchester United, Chelsea og Tottenham unnu öll sigra í leikjum sínum.

Það var boðið upp á veislu á Molineux leikvanginum þar sem Chelsea heimsótti Wolves. Gestirnir unnu 5:2-sigur í fjörugum leik þar sem Tammy Abraham var allt í öllu, skoraði þrennu og sjálfsmark. Englendingurinn ungi hefur nú skorað sjö mörk og er markahæstur í deildinni . Chelsea er þar með búið að vinna tvo leiki af fimm og er í 6. sæti.

Manchester United komst aftur á beinu brautina með því að leggja Leicester á Old Trafford, 1:0, en United var án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum. Eina mark leiksins kom á 8. mínútu þegar Marcus Rashford fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur. Heimamönnum tókst ekki að klára leikinn með öðru marki og pressuðu gestirnir stíft undir lokin án þess að finna jöfnunarmark.

Þá burstaði Tottenham nágranna sína í Crystal Palace, 4:0, á heimavelli sínum. Öll mörkin komu í fjörugum fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin á 23 mínútum. Burnley, lið Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem var frá vegna meiðsla, kreisti fram jafntefli á útivelli gegn Brighton þökk sé jöfnunarmarki Jeff Hendrick í uppbótartíma.

Úrslitin

Brighton - Burnley 1:1
Maupay 51. - Hendrick 90.

Manchester United - Leicester 1:0
Rashford 8. víti

Sheffield United - Southampton 0:1
Djenepo 66.

Tottenham - Crystal Palace 4:0
Son 10., 23. Van Aanholt 20. (sjálfsmark), Lamela 42.

Wolves - Chelsea 2:5
(sjálfsmark) 70., Cutrone 85. - Tomori 31., Abraham 34. 41. 55., Mount

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 15:56 Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert