Alonso skoraði frá eigin vallarhelmingi (myndskeið)

Liverpool tekur á móti Newcastle í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en viðureign liðanna hefst kl. 11.30 á Anfield. Gengi liðanna í upphafi tímabilsins hefur verið ólíkt. Liverpool er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga, 12 stig af 12 mögulegum, en Newcastle er í fjórtánda sætinu með fjögur stig.

Viðureignir liðanna í gegnum tíðina hafa alla jafna verið afar fjörugar og ber þar eflaust hæst leikinn á Anfield í apríl 1996 þegar Stan Collymore tryggði Liverpool 4:3-sigur með marki í uppbótartíma. Newcastle var þá í hörðum slag við Manchester United um enska meistaratitilinn og tapaði afar dýrmætum stigum í þessum leik gegn Liverpool, sem var í þriðja sæti deildarinnar.

Margir öflugir knattspyrnumenn hafa verið á skotskónum í leikjum liðanna í gegnum tíðina en þar ber eflaust hæst þá Luis Suárez og Xabi Alonso sem skoraði frá miðju í september 2006.

Liverpool tekur á móti Newcastle í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 11:30 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Símanum Sport, heimili enska boltans í vetur.

Xabi Alonso skoraði ótrúlegt mark fyrir Liverpool gegn Newcastle árið …
Xabi Alonso skoraði ótrúlegt mark fyrir Liverpool gegn Newcastle árið 2006. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert