De Gea framlengdi við United

David de Gea.
David de Gea. AFP

David de Gea, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning og binda þar með enda á óvissuna um framtíð sína hjá félaginu. Það er The Mirror sem greinir frá þessu.

Samkvæmt miðlinum mun Spánverjinn, 28 ára, þéna um 250 þúsund pund á viku en sú upphæð getur hækkað í 350 þúsund með bónusgreiðslum fyrir góða frammistöðu. De Gea var á síðasta ári gamla samnings síns og voru félög á borð við Real Madrid, PSG og Juventus að fylgjast með stöðu mála en nú hefur hann skuldbundið sig við United.

De Gea kom til United árið 2011 en hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir félagið og verið einn besti leikmaður þess undanfarin ár.

mbl.is