„Mættum til leiks eftir hálftíma“

Jürgen Klopp
Jürgen Klopp AFP

„Ég byrjaði að njóta leiksins eftir 35 mínútur þegar við mættum loks til leiks,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 3:1-sigur á Newcastle á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jetro Willems kom gestunum yfir snemma leiks og var Klopp ekki skemmt yfir byrjun sinna manna.

„Newcastle gerði vel það sem þeirra lið gerir vel og þetta var ekki auðvelt fyrir okkur. Við þurftum tíma til að finna taktinn og auka hraðann en þegar það gerðist byrjuðum við að fá færi,“ sagði Klopp við fjölmiðla eftir leik en Liverpool er áfram með fullt hús stiga og á toppi deildarinnar,

„Það er alltaf erfitt að koma til baka eftir landsleikjahlé og ég er ekki ánægður með að hafa þurft að koma til baka. Við þurfum að læra af þessu.“

mbl.is