Botnliðið kom til baka gegn Arsenal

Watford og Arsenal skildu jöfn, 2:2, í bráðfjörugum slag liðanna þar sem skytturnar komust í 2:0 með tveimur mörkum Aubameyang. Heimamenn jöfnuðu með hetjulegri baráttu í síðari hálfleik og fengu færi til þess að stela sigrinum en það var Roberto Pereyra sem jafnaði úr vítaspyrnu. Arsenal hefur 8 stig í 7. sæti en Watford hefur 2 stig í botnsætinu.

Watford-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti, staðrráðið í að sækja stigin þrjú í dag, undir stjórn nýs þjálfara, Quique Sanchez Flores, sem tók við Watford í annað skiptið fyrir nokkrum dögum.

Hinn spænski Gerard Deulofeu byrjaði leikinn manna best hjá Watford og á 13. mínútu, bjó hann til besta færi heimanna er hann lék á varnarmenn Arsenal og lagði boltann út í teig á José Holebas sem skaut fram hjá.

Leikmenn Arsenal fagna fyrra marki Pierre-Emerick Aubameyang.
Leikmenn Arsenal fagna fyrra marki Pierre-Emerick Aubameyang. AFP

En það voru Arsenal-menn sem brutu ísinn. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði fyrra mark sitt á 21. mínútu eftir undirbúning frá Mesut Özil sem kom nýr inn í liðið hjá Watford. Hugsanlega var brotið á Will Hughes í aðdraganda marksins, 1:0.

Það dró verulega úr Watford eftir markið og enn frekar er Arsenal komst í 2:0 eftir 32 mínútna leik. Þar var á ferðinni Aubameyang á ný og nú eftir undirbúning frá bakverðinum Maitland-Niles sem laumaði sér á millli miðvarðar og bakvarðar, 2:0.

Pierre-Emerick Aubameyang í baráttunni við Abdoulaye Doucoure.
Pierre-Emerick Aubameyang í baráttunni við Abdoulaye Doucoure. AFP

Á 36. mínútu fékk Watford fínt færi til þess að minnka muninnn. Þá missti Mattéo Guendouzi boltann rétt utan teigs eftir markspyrnu Arsenal, Deulofeu  náði til boltans en skaut yfir.

Undir lok fyrri hálfleiks sauð lítillega upp úr á milli liðanna. José Holebas var ósáttur við Pepe sem virtist aðeins dangla fætinum í Holebas, sem brást ókvæða við og hlaut á endanum gult spjald fyrir - en staðan var því 2:0 fyrir skytturnar í hálfleik.

Gerard Deulofeu var öflugur í liði Watford í dag.
Gerard Deulofeu var öflugur í liði Watford í dag. AFP

Watford hóf síðari hálfleikinn jafn vel og þann fyrri - af nokkrum krafti og liðið uppskar á 54. mínútu. Varnarmenn Arsenal voru í gjafastuði og virtust ekki hafa lært neitt af mistökum Guendouzi í fyrri hálfleik. Leno tók stutta markspyrnu á Sokratis sendi boltann inni í markteignum, Deulofeu komst inn í sendinguna sem endaði á Tom Cleverley sem kom knettinum í netið og spenna kominn í leikinn á Vicarage Road á ný. Eftir nánari skoðun kom síðar í ljós að Deulofeu virtist hafa laumað sér inn í teiginn áður en markspyrnan var tekin og því hefði hún ekki átt að standa en gerði það samt, og staðan 2:1.

Watford fékk auðsjánlega aukinn kraft eftir fyrra mark sitt og fékk fjölda hálffæra. Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Robert Pereyra boltann eftir hraða sókn Watford og fór fram hjá David Luiz, sem braut á Argentínumanninun inn teigs. Pereyra steig sjálfur á svið og skoraði örugglega úr vítinu, 2:2. Þar með hafði Watford skoraði jafn mörg mörk í þessum leik og fyrstu fjórum leikjum sínum á leiktíðinni.

Roberto Pereyra fagnar.
Roberto Pereyra fagnar. AFP

Liðin sóttu á báða bóga eftir jöfnunarmark Watford og Abdoulaye Doucouré fékk dauðafæri í uppbótartíma en fór illa að ráði sínu og skaut knettinum beint á Leno í markinu og niðurstaðan að lokum 2:2-jafntefl. 

Watford 2:2 Arsenal opna loka
90. mín. Étienne Capoue (Watford) fær gult spjald
mbl.is