Rekinn fyrir rasísk ummæli um Lukaku

Romelu Lukaku
Romelu Lukaku AFP

Sjónvarpsmaður á ítölsku stöðinni TopCalcio24 var rekinn nokkrum klukkutímum eftir rasísk ummæli í garð Romelu Lukaku í gær. 

Luciano Passirani hrósaði Lukaku en kom með rasísk ummæli í kjölfarið. „Það er enginn leikmaður á Ítalíu jafn sterkur og Lukaku er núna. Eina leiðin til að stoppa hann er að gefa honum tíu banana að borða," sagði Passirani og hafa ummælin skiljanlega vakið mikla reiði. 

Stuðningsmenn Cagliari beindu apahljóðum að Lukaku er Inter og Cagliari mættust fyrr í mánuðinum, en félaginu hefur ekki verið refsað fyrir athæfið. Fyrstu vikur Lukaku hjá Inter og á Ítalíu hafa því ekki verið dans á rósum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert