Inter bjargaði stigi í blálokin

Inter slapp heldur betur með skrekkinn gegn Slavia Prag í …
Inter slapp heldur betur með skrekkinn gegn Slavia Prag í dag. AFP

Inter Mílanó frá Ítalíu slapp heldur betur með skrekkinn er liðið fékk Tékklandsmeistara Slavia Prag í heimsókn í 1. umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 

Peter Olayinka kom Slavia Prag yfir á 63. mínútu og var staðan 1:0 allt þar til á annarri mínútu uppbótartímans er Nicoló Barella jafnaði metin og tryggði Inter eitt stig. 

Í Lyon gerðu heimamenn og Zenit frá Pétursborg einnig 1:1-jafntefli. Sardar Azmoun kom Zenit yfir á 41. mínútu en Memphis Depay jafnaði fyrir Lyon úr víti á 51. mínútu og þar við sat. 

Slavía Prag og Inter eru í F-riðli, eins og Barcelona og Dortmund og Zenit og Lyon eru G-riðli með Leipzig og Benfica. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert