Liðsfélögum ekki refsað fyrir slagsmál

Tyrone Mings og Anwar El Ghazi voru vægast sagt ósáttir.
Tyrone Mings og Anwar El Ghazi voru vægast sagt ósáttir. AFP

Hvorki enska knattspyrnusambandið né Aston Villa munu refsa liðsfélögunum Tyrone Mings eða Anwar El Ghazi fyrir áflog leikmannanna í leiknum við West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 

Varnarmaðurinn Mings og miðjumaðurinn El Ghazi voru ósáttir hvor við annan í fyrri hálfleiknum í gær með þeim afleiðingum að þeir veittust að hvor öðrum. Dómarinn Mike Dean sá atvikið og var það skoðað enn betur af myndbandsdómurum í kjölfarið, en þeim var ekki refsað. 

Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins er hægt að refsa leikmönnum fyrir ofbeldisfulla hegðun þótt henni sé beint að einhverjum öðrum en andstæðingi. Atvikið þótti ekki nægilega alvarlegt til að refsa leikmönnunum. 

mbl.is