Hvað gera ensku liðin í kvöld?

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City mæta Shakhtar …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City mæta Shakhtar Donetsk í kvöld. AFP

Það fór ekki vel af stað hjá ensku liðunum í 1. umferð Meistaradeild Evrópu í gær en bæði Liverpool og Chelsea töpuðu leikjum sínum í gærkvöld.

Hin tvö ensku liðin í Meistaradeildinni, Manchester City og Tottenham, verða í eldlínunni í kvöld en þá lýkur fyrstu umferðinni.

City sækir Shakhtar Donetsk heim til Úkraínu og Tottenham, sem tapaði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð, mætir Olympiakos í Grikklandi.

Áhugaverðasti leikur kvöldsins verður án efa viðureign frönsku meistaranna í Paris SG og Real Madrid sem eigast við á Parc de Princes í París. Bæði lið ætla sér stóra hluti í Meistaradeildinni í ár. Það eru stór skörð höggvin í bæði lið en Real Madrid leikur í kvöld án Luka Modric, Marcelo og Isco, sem eru meiddir, og Sergio Ramos og Nacho taka út leik­bann. Hjá Paris SG eru sókn­ar­menn­irn­ir skæðu Kyli­an Mbappé og Ed­in­son Ca­vani báðir úr leik vegna meiðsla.

Í Madríd verður líka áhugaverður slagur þegar Atlético Madrid fær Ítalíumeistara Juventus, með Cristiano Ronaldo í broddi fylkingar, í heimsókn.

Leikir kvöldsins:

A-riðill:
16.55 Club Brügge - Galatasaray
19.00 Paris SG - Real Madrid

B-riðill:
16.55 Olympiakos - Tottenham
19.00 Bayern München - Rauða Stjarnan

C-riðill:
19.00 Dinamo Zagreb - Atalanta
19.00 Shakhtar Donetsk - Manchester City

D-riðill:
19.00 Atléico Madrid - Juventus
19.00 Bayern Leverkusen - Lokomotiv Moskva

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert