Tökum reiðina út í leiknum gegn Liverpool

Tammy Abraham í leiknum gegn Valencia á Stamford Bridge í …
Tammy Abraham í leiknum gegn Valencia á Stamford Bridge í gærkvöld. AFP

Tammy Abraham, framherji Chelsea, sem hefur byrjað hefur tímabilið vel með Lundúnaliðinu vill að leikmenn Chelsea taki reiðina út þegar þeir mæta Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge á sunnudaginn.

Chelsea tapaði fyrir Valencia 1:0 í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld þar sem Ross Barkley brást bogalistin af vítapunktinum seint í leiknum.

„Leikurinn á sunnudaginn er prófraun á karakterinn í okkar liði og við getum tekið reiðina út á móti Liverpool. Þetta verður risaleikur þar sem bæði lið vilja vinna,“ segir Abraham í viðtali við Sky Sports.

Abraham skoraði þrennu í 5:2 sigri Chelsea gegn Wolves um síðustu helgi og er markahæstur í deildinni ásamt Sergio Agüero úr Manchester City en báðir hafa þeir skorað 7 mörk í deildinni.

mbl.is