Holtby kominn aftur til Englands

Lewis Holtby er orðinn leikmaður Blackburn.
Lewis Holtby er orðinn leikmaður Blackburn. Ljósmynd/Blackburn

Þýski knattspyrnumaðurinn Lewis Holtby skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni. 

Holtby, sem á þrjá landsleiki fyrir Þýskaland, spilaði síðast með Hamburg í heimalandinu, en hefur verið án félags síðustu mánuði.

Holtby lék 42 leiki fyrir Tottenham í öllum keppnum á sínum tíma og lék hann einnig með Fulham á lánssamningi. Hann var svo lánaður til Hamburg árið 2014 og skrifaði undir samning við þýska liðið ári seinna. 

Holtby skoraði eitt mark fyrir Tottenham og eitt mark fyrir Fulham í samtals 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is