Bournemouth upp í þriðja sætið

Bournemouth vann grannaslaginn.
Bournemouth vann grannaslaginn. AFP

Bournemouth hafði betur gegn Southampton á útivelli í fyrsta leik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld, 3:1. 

Bournemouth byrjaði af miklum krafti og Nathan Aké skoraði eftir aðeins tíu mínútna leik. Harry Wilson bætti við marki fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 2:0. 

James Ward-Prowse minnkaði muninn í 2:1 með marki úr víti á 53. mínútu en Callum Wilson gulltryggði 3:1-sigur Bournemouth með marki í uppbótartíma. 

Bournemouth er í þriðja sæti með tíu stig og Southampton í ellefta sæti með sjö stig. 

mbl.is