„Chelsea minnir mig á Dortmund-liðið mitt“

Jürgen Klopp gerði Dortmund að tvöföldum meisturum í Þýskalandi.
Jürgen Klopp gerði Dortmund að tvöföldum meisturum í Þýskalandi. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið í dag minnir sig á Borussua Dortmund-liðið sem hann stýrði á sínum tíma. Liðin eiga það sameiginlegt að vera með unga og spennandi leikmenn. 

Dortmund vann þýsku deildina 2011 og 2012 með unga leikmenn á borð við Mario Götze, Nuri Sahin, Shinji Kagawa og Robert Lewandowski. Liðið var einnig bikarmeistari 2012.

Leikmenn eins og Tammy Abraham, Mason Mount og Fakayo Tomoro hafa verið áberandi í Chelsea-liðinu á leiktíðinni. 

„Chelsea-liðið er spennandi og það minnir mig á Dortmund-liðið mitt. Það var enn yngra. Fólk talaði mikið um aldur leikmanna, en þeir spiluðu bara því þeir voru nógu góðir, ekki því þeir voru ungir,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í dag. 

Chelsea og Liverpool eigast við í ensku úrvalsdeildinni kl. 15.30 á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert