Góðhjartaður De Gea

David de Gea.
David de Gea. AFP

David de Gea, markvörður Manchester United, hefur gefið Rauða krossinum á Spáni 200 þúsund evrur sem renna eiga til fórnarlamba þeirra sem fóru illa út úr flóðunum í Alicante og í Murcia á Spáni á dögunum.

Sjö manns létu lífið í flóðunum sem ollu miklu eignartjóni og þurftu þúsundir manna að yfirgefa svæðið en mikið hvassviðri og vatnsveður gekk yfir svæðið. Faðir markvarðarins er frá Alicante.

De Gea skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Manchester United sem gildir til ársins 2023 en með nýja samningnum fékk hann umtalsverða launahækkun. Vikulaun hans eru 375 þúsund pund sem jafngilda rúmum 58 milljónum króna.

mbl.is